Úrtaka til hægri og vinstri

Rakst á þessa fínu útskýringu á handavinnuþræðinum á barnalandi.

Úrtaka til hægri og vinstri segir til um í hvaða átt úrtakan snýr, t.d. þegar maður er að gera gatamunstur þá skiptir þetta máli.

Úrtaka til hægri: Prjóna 2 lykkjur saman, framan í þær baðar í einu. Þá snýr hægri hlið lykkjanna fram.

Úrtaka til vinstri: Taka 2 lykkjur óprjónaðar yfir á vinstri prjón, eina í einu, eins og þú ætlir að prjóna þær slétt. Setja vinstri prjón framan í lykkjurnar og prjóna saman, vinstri hlið lykkjanna snýr fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband